Banner Rotations: Fullkomin yfirsýn og betri stjórnun á herferðum

Við kynnum með stolti Banner Rotations – nýja, kraftmikla lausn til að stjórna vefborðabirtingum með meiri nákvæmni og betri yfirsýn en nokkru sinni fyrr!

Einar Jónsson

18. september 2024

Stýringar

Með Banner Rotations hefurðu fullkomna stjórn á hverri birtingu! Fyrir hvern borða geturðu auðveldlega stillt hvaða dag hann á að birtast og hvenær hann á að hætta í birtingu. Þú ræður líka nákvæmlega hvaða vikudaga og á hvaða tíma dags borðarnir þínir eiga að sjást – meira frelsi og sveigjanleiki í herferðunum þínum!

Nýr og öflugur stuðningur fyrir Billboard og Buzz

En það er ekki allt! Með þessari uppfærslu kynnum við einnig öflugri stuðning fyrir Billboard og Buzz. Með sérstakri útgáfu af Banner Rotations geturðu nú nýtt þér alla þessar stillingar til að hámarka birtingar á þessum vettvöngum og fá enn meiri árangur úr herferðunum þínum.

Varaborði – tryggir stöðugar birtingar

Banner Rotations tryggir að borðar séu alltaf til sýnis með varaborða (e. fallback). Ef aðalborðinn er ekki í birtingu á tilteknum degi eða tíma, tekur varaborðinn yfir – til dæmis, ef borðinn þinn er bara í birtingu um helgar, birtist varaborðinn sjálfkrafa á virkum dögum. Það þýðir að þú missir aldrei af tækifærum til að ná til áhorfenda!

Fyrri Meta-borðar verða að Banner Rotations

Við erum einnig að færa alla eldri Meta borða yfir í nýju Banner Rotations kerfið. Þetta er einföld leið til að bæta enn frekar skilvirkni herferðanna þinna – engin þörf á breytingum af þinni hálfu!