17.is

  • Ráðgjöf
  • Hönnun
  • Framendaforritun
  • Bakendaforritun

Ökuskóli á netinu

Siggi og Þóra hjá 17.is komu fyrst að máli við okkur 2013 með hugmynd um ökuskóla á netinu. Við unnum í samvinnu fyrstu útgáfu af Ökuskóla 17.is sem var skrifaður sem viðbót utan á open-source kennslukerfið Canvas LMS. 6 árum og mörg hundruð ánægðum nemendum síðar þá settumst við aftur niður og ákváðum að tími væri kominn á að endurskrifa ökuskólann frá grunni út frá reynslu síðustu ára.

Helstu áherslur

Notendavænt viðmót
Við hönnun viðmótsins var fyrst litið til þess að þægilegt væri að nota það í síma. Nemendur geta því sinnt náminu hvar sem þeir eru hverju sinni. Að sjálfsögðu virkar vefurinn mjög vel á öllum öðrum tækjum líka. Skýr framsetning með fókus á námið og framvindu þess er einfaldlega lykilhlutverk vefsins.

Einfalt og þægilegt í notkun
Hægt er að fara í gegnum allt námsefni, leysa verkefni og próf í símanum án nokurra vandkvæða. Framsetning endurgjafar er afar skýr og einföld.

Gott aðgengi
Allt efni er aðgengilegt með upplestri á texta, verkefnum og prófum á þeim tungumálum sem boðið er upp á, með hjálp vefþulu.

Sérsniðin lausn

Ákveðið var að notast ekki við kennslukerfi í grunninn heldur skrifa skólann allan ofan á Wagtail CMS kerfið. Með því var hægt að nýta frábæra efnisvinnslu, notendaumsýslu og aðgangsstýringar Wagtail, en bæta svo við því sem uppá vantaði með blöndu af Python og React.

Skólinn er byggður upp af námskeiðum sem samanstanda af texta, myndum og myndböndum sem allt þarf að skoða í réttri röð, sem og verkefnum sem þarf að standast til að halda áfram. Auðvelt er að bæta við nýju námsefni og þýða eldra efni á ný tungumál sem hefur gert 17.is kleift að bjóða upp á ökunám á íslensku, ensku, spænsku og pólsku.

Ánægðir nemendur

Við erum gríðarlega stolt af ökuskóla 17.is en það besta er samt að sjá endurgjöf frá nemendum skólans eins og þessa:

„Æðislegur ökuskóli, vel settur upp, virkar bæði í tölvu og síma, Mæli hiklaust með ykkur. Frábært námsefni, frábært að hafa hljóðskrá, lesefni og myndbönd. Ég vil þakka ykkur innilega fyrir mig :)“
Nemandi í Ökuskóla 2