AVIS Langtímaleiga

  • Hönnun
  • Ráðgjöf
  • Framendaforritun
  • Bakendaforritun
  • Vefþjónustutengingar

AVIS á stóran bílaflota sem nauðsynlegt er að halda í vinnu árið um kring. Miklar árstíðabundnar sveiflur eru í komu ferðamanna til Íslands þar sem langflestir koma á sumrin. Því urðu AVIS Langtímaleiga og Vetrarleiga AVIS til sem sjálfstæðar vörur hjá fyrirtækinu og markhópurinn er Íslendingar.

Að halda flotanum í vinnu

Overcast tók að sér að búa til gagnvirkan vef fyrir AVIS Langtímaleigu sem er ný vara hjá bílaleigunni AVIS. Vefsíðan hefur það markmið að koma bílum í akstur sem annars myndu standa ónotaðir yfir veturinn.

Verkefni Overcast fólst í því að hanna frá grunni og forrita lausnir sem gera viðskiptavinum kleift að ganga frá öllu ferlinu varðandi leigu á bíl á netinu og þurfa aðeins að koma við hjá AVIS til að sækja lykilinn.

Takmarkið var frá upphafi mjög skýrt; að til yrði vefsíða með einfalda framsetningu og öfluga virkni sem væri jafn aðgengileg hvort heldur á snjallsíma, spjald-, ferða- eða borðtölvu. Tryggja þurfti að hægt væri að klára ferlið hnökralaust án þess að hafa samband við skrifstofu AVIS.

Upplýsingagæði

Við hönnun og forritun vefsíðunnar horfði Overcast til þess að notendur þjónustunnar væru að uppistöðu til Íslendingar og þá gjarnan einstaklingar sem eru á ferðinni og hafa hvorki tíma né þolinmæði fyrir miklar flækjur.

Tengingar við flotakerfi AVIS eru í rauntíma sem gerir það að verkum að upplýsingar um þann bíl sem er á skjánum hverju sinni eru raunverulegar, þ.e. ekki er um sambærilegan bíl að ræða og þann sem er verið að skoða.

Overcast vann verkefnið í náinni samvinnu við Miracle, Creditinfo og Borgun.