Búseti

  • Hönnun
  • Ráðgjöf
  • Framendaforritun
  • Bakendaforritun
  • Vefþjónustutengingar

Búseti

Húsnæðissamvinnufélagið Búseti var stofnað árið 1983 með norrænar fyrirmyndir að leiðarljósi. Markmið Búseta er að veita félagsmönnum aðgengi að íbúðum í vel byggðum húsum á sanngjörnu verði.

Þúsund íbúðir á einum stað

Búseti leitaði til okkar í þeim tilgangi að setja upp nýjan vef og sjálfvirknivæða ferilinn við úthlutun íbúða. Félagið rekur yfir 1.000 íbúðir og er fyrirkomulagið einstaklega hagkvæmt fyrir félagsmenn, þar sem Búseti sér um allt viðhald á íbúðunum.

Overcast vann alla vefhönnun innanhúss ásamt því að forrita framenda og millilag. Bakendinn er keyrður áfram í Filemaker sem er þjónustaður af Fislausnum.

Minn Búseti

Öll kynning á óseldum búseturétti fer fram á vef Búseta, ásamt því að félagar geta gert tilboð í óselda búseturétti þegar þeir koma í sölu hjá félaginu. Einnig geta félagsmenn skráð sig inn á „Minn Búseta“ og séð stöðu umsókna og upplýsingar um reikninga. Til stendur að gera aðrar upplýsingar aðgengilegar, svo sem staða þjónustubeiðna og fleira.