Garri heildverslun
- Hönnun
- Ráðgjöf
- Framendaforritun
- Bakendaforritun
- Vefþjónustutengingar
Það er markmið Garra að bjóða gæðavöru, veita framúrskarandi þjónustu og stöðugleika í vöruframboði á samkeppnishæfu verði fyrir alla viðskiptavini stóra sem smáa.
Gæðavörur á góðu verði
Garri er heildverslun með gæðavöru sem leggur áherslu á stöðugleika í vöruframboði og samkeppnishæft verð fyrir alla viðskiptavini. Fjölbreytt vöruúrval Garra spannar yfir 5.000 vörunúmer. Garri þjónustar mörg mismunandi fyrirtæki og hver viðskiptavinur er með ólík afsláttarkjör sem þurfa að skila sér alla leið í gegnum hverja sölu. Einnig er mjög mikilvægt að lagerstaðan sé alltaf rétt.
Bein hagræðing með rauntímagögnum
Við tengdum nýja vefinn við lagerkerfi og bókhaldskerfi Garra og útbjuggum ótal möguleika á sjálfvirkum útreikningum í rauntíma fyrir viðskiptavininn í þægilegu viðmóti. Til dæmis fæst varan ýmist í stökum einingum eða stærri pakkningum en með því að viðskiptavinurinn viti stærð pakkninganna og geti pantað samkvæmt þeim, má spara dýrmætan tíma í lagerstörfunum. Kerfið heldur einnig utan um sögu hvers viðskiptavinar og sýnir honum hvað hann hefur keypt mest af undanfarið sem auðveldar honum innkaupin hverju sinni.
Frábær árangur
Tímasparnaðurinn sem felst í nýju vefsíðunni hefur gert starfsfólki Garra enn frekar kleift að bæta þjónustu sína við viðskiptavini. Með nýrri vefsíðu hefur Garri fært sig frá nánast engum viðskiptum á netinu yfir í að 60% allrar sölu fer núna fram í gegnum nýju vefsíðuna; enda er mögulegt að ganga frá birgðainnkaupum þar hvenær sem er sólarhringsins án þess að sölumaður þurfi að koma nærri.