🤘 GuitarParty 🎸
- Hönnun
- Framendaforritun
- Bakendaforritun
- Vefþjónustutengingar
GuitarParty var upphaflega lítil hugmynd um einfalt vefforrit sem gæti útbúið PDF söngbækur úr lagalista og hlaut nafnið Gítargrip.is. Síðar tók verkefnið þátt í Gullegginu, Startup Reykjavík og varð að GuitarParty sem við þekkjum í dag.
Lítil hugmynd sem vatt upp á sig
GuitarParty var upphaflega lítil hugmynd um einfalt vefforrit sem gæti útbúið PDF söngbækur úr lagalista og hlaut nafnið Gítargrip.is. Fljótlega vatt hugmyndin upp á sig og við þátttöku í Gullegginu árið 2010 var nafninu breytt í GuitarParty.com. Tveimur árum síðar hlaut GuitarParty styrk frá Tækniþróunarsjóði og tók þátt í fyrstu útgáfu af sprotahraðlinum Startup Reykjavík.
Ekki kom þó til þess að GuitarParty yrði risastórt alþjóðlegt sprotafyrirtæki eins og vonir stóðu til og er það í dag rekið af sömu upphaflegu eigendum sem hliðarverkefni með mjög góðum árangri. Árið 2020 var vefurinn endurgerður í núverandi mynd og tekið upp nýtt áskriftarkerfi. Í dag eru tæplega 20.000 lög í boði og vefurinn sinnir milljónum flettinga á ári hverju.
Áskriftamódel
Vefurinn er rekinn í áskriftamódeli þar sem hluti af virkni, svo sem að skoða lög og búa til eina söngbók, er alltaf frí. Fyrir tiltölulega lágt mánaðarlegt gjald er hægt að fá aðgang að ýmsum möguleikum sem gera líf gítarleikara og söngvara þægilegra, svo sem að breyta um tóntegundir, vera með margar söngbækur, sérsniðið útlit á lögum, gítarkennsla í myndböndum og svo mætti lengi telja.
Áskriftakerfið Áskell var upphaflega hannað til að sinna þörfum Guitarparty, kannski er það eitthvað sem hentar fyrir þinn rekstur?
Þú getur lesið meira um Áskel hér.