Mítra

  • Hönnun
  • Ráðgjöf
  • Bakendaforritun
  • Framendaforritun
  • Vefþjónustutengingar

Markmið Mítru er að veita viðskiptavinum einstaka þjónustu og gott úrval dekkja. Sem leiðandi dekkjaheildsölufyrirtæki þarf vefurinn að bjóða viðskiptavinum upp á allt það besta þegar kominn er tími á að endurnýja dekkin.

Heildsala dekkja á netinu

Mítra kom til okkar og vantaði veflausn til að geta selt dekk í heildsölu á netinu. Markmiðið var að búa til vef sem myndi fá allar upplýsingar um birgðir og stöðu þeirra beint innan úr Business Central og þegar pantað væri myndi verða til pöntun beint í Business Central. Einnig voru kröfur á borð við uppflettingu bílnúmera í ökutækjaskrá til að geta lagt til hvaða dekk myndu passa undir bílinn, reiknivélar fyrir breytingu á stærð dekkja ofl.

Einfaldur og notendavænn

Við hönnun vefsins var horft til þess að hann væri einfaldur, kæmi vörumerkinu Mítra vel til skila og auðveldaði viðskiptavinum, með fróðleik, reiknivélum og góðu vöruúrvali, að finna réttu dekkin í hvert skipti.
Vefurinn fer ekki í tækjagreiningarálit og virkar jafn vel á símum, skjátölvum og borðtölvum.

Lagerstaða sem uppfærist sjálfkrafa

Vefurinn er skrifaður í Wagtail með tengingar við Business Central í gegnum API. Hann uppfærist sjálfur með lagerstöðum í innri kerfum Mitra og heldur því vefnum uppfærðum jafn vel þótt vörur séu seldar úr sama lager eftir öðrum leiðum. Myndir eru sjálfkrafa hengdar utan á dekkin, ásamt upplýsingum um eldsneytisnýtingu, grip og hávaða skamkvæmt evrópustaðli.