SORPA ♻️

  • Hönnun
  • Ráðgjöf
  • Framendaforritun
  • Bakendaforritun
  • Vefþjónustutengingar

Nýr vefur Sorpu

Sorpa leitaði til okkar með það að markmiði að smíða nýjan vef fyrir Sorpa.is. Nýi vefurinn átti að vera þjónustuvefur fyrir alla sem eru að leita að upplýsingum um endurvinnslu, með fókus á einstaklinga og þjónustu við þá.

Fókus á einstaklinga

Farið var í mikla þarfagreiningu á vefnum, hvernig best væri að veita viðskiptavinum sem mestar upplýsingar um flokkun sorps, hvar skila á sorpi, hvar næstu móttökustöðvar væru nálægt viðkomandi og hvað verður um sorpið.
Mikil vinna var lögð í að tengja allar þessar upplýsingar saman, svo að ef verið er að skoða sorpflokka væri hægt að sjá allt um þann flokk, hvaða stöðvar taka við honum, hvenær þær eru opnar o.s.frv.

Kort af móttökustöðvum og leitarvél

Gerð voru kort sem sýna allar móttökustöðvar, grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar og ef viðkomandi gefur leyfi fyrir staðsetningu sinni þá beinir vefurinn þeim á næstu stöð.

Á forsíðu má finna leitarvél þar sem hægt er að leita að öllu á milli himins og jarðar sem manni dettur í hug að henda og bendir leitarvélin viðkomandi á hvar eigi að henda því efni. Allar niðurstöður sem ekki finnast eru vistaðar og starfsmenn Sorpu nota þær fyrirspurnir til að búa til nýjar niðurstöður tengdar réttum sorpflokki. Með tímanum ætti þessi leit að geta svarað öllu um hverju á að henda hvar.