Birta lífeyrissjóður

  • Hönnun
  • Ráðgjöf
  • Framendaforritun
  • Bakendaforritun
  • Vefþjónustuteningar

Birta lífeyrissjóður, fjórði stærsti lífeyrissjóður landsmanna, er kominn með glænýtt heimili á internetinu, sem meðal annars skartar tveimur glæsilegum reiknivélum sem ætlaðar eru fyrir lántakendur og væntalega lífeyrisþega.

Sveigjanlegar blokkir og síbreytilegt púsl

Með því að nýta okkur Wagtail vefumsjónarkerfið höfum við getað byggt upp mjög hentugt og sveigjanlegt umhverfi fyrir Birtu þar sem t.d. má koma fyrir ólíkum reiknivélum hvar sem hentar að þær séu í boði. Vefurinn er byggður upp í blokkum eða stökum einingum þar sem púsla má saman ólíkum atriðum allt eftir áherslum hverju sinni. Það er einfalt að útbúa sérhæfða virkni og innleiða ólíka tæknimöguleika á netinu, eins og gagnvirk kort og annað þess háttar. Eins er auðvelt að vísa inn á reiknivélarnar af öðrum síðum, t.a.m. fréttasíðum.

Árangurinn

Vefurinn sem við unnum fyrir Birtu var sá fyrsti til að bjóða upp á útreikning á lífeyrissparnaði sem tekur tillit til breyttra laga um ráðstöfun tilgreindrar séreignar sem þóttu stórtíðindi á markaðnum og mikil þæginda aukning fyrir viðskiptavini Birtu.