Sker þitt fyrirtæki sig úr á vefnum?

  • Hugsaðu til framtíðar
  • Hvað gerir vef að góðum vef?
  • Lausnir sniðnar að þínum fjárhag

Hugsaðu til framtíðar

Þegar nýr vefur er settur í loftið viljum við að hann þjóni sínum tilgangi vel og lengi. Vefur sem var hannaður með borðtölvur í huga úreltist hratt samhliða aukinni snjalltækjavæðingu. Það borgar sig því að huga vel að því að vefurinn virki vel samhliða fyrirsjáanlegri tækniþróun.

Hönnunin þarf einnig að gera ráð fyrir breytingum á efnistökum vefsins, svo sem vöru- og þjónustuframboði fyrirtækisins.

Hvað gerir vef að góðum vef?

Fyrir hvern er vefurinn
Góður vefur er hannaður með skýr markmið í huga þar sem allra leiða er leitað til að mæta þörfum markhópsins á sem skilvirkastan hátt. Vefur sem á að auka sölu kallar á allt aðra nálgun en vefur sem á að fræða viðskiptavini um fyrirtækið.

Hönnun í takt við markmið
Þegar vefur er hannaður er að mörgu að huga. Góð hönnun mætir settum markmiðum á sem skýrastan hátt á máta sem samrýmist vörumerkinu. Þar að auki þarf að huga að upplifun notandans sé jákvæð og góð á öllum helstu tækjum.

Gott skipulag á efni
Hönnun, veftré og leit eru á meðal þess sem þarf að ígrunda vandlega til að gera notendum einfalt fyrir að finna það efni sem þeir eru að leita að.

Wagtail vefumsjónarkerfið
Við notum Wagtail vefumsjónarkerfið í flest okkar verkefni, kíktu á meira um það hér: Af hverju Wagtail vefumsjónarkerfið?

Lausnir sniðnar að þínum fjárhag

Góðir og fallegir vefir kosta ekki alltaf jafn mikið og þú heldur.

Overcast hefur í fjölda ára hjálpað viðskiptavinum sínum að finna góðar leiðir til að mæta markmiðum í samræmi við þeirra fjárhagsáætlanir.

Við viljum vinna með þér!

Við trúum því að góðir hlutir gerist í góðri samvinnu. Þar sem allir leggja til sína sérþekkingu til að skapa framúrskarandi lausnir.

Sendu okkur línu eða kíktu í (fjar)kaffi og við finnum lausn fyrir þig: hallo@overcast.is