Stafrænar ársskýrslur

Á síðustu árum hefur átt sér stað mikil vitundarvakning um þá möguleika sem felast í að nýta ársskýrsluna sem stafrænan miðil.

Lifandi miðlun

Ársskýslur hafa með tímanum færst frá því að vera prentaðar bækur sem dreift var á aðalfundi yfir í PDF-skjöl sem hægt er að fletta í gegnum í tölvu og síma. Það er vissulega umhverfisvænni nálgun en nýtir ekki þá möguleika í upplýsingatækni að gera ársskýrsluna að sívirkum miðli. Á síðustu árum hafa fyrirtæki verið að átta sig á kostum þess að taka þessa vinnu lengra og setja ársskýrslur upp sem vefsíður sem eru aðgengilegar fyrir alla á netinu.

Ársskýrsla á netinu hefur margt fram yfir skýrslu sem er prentuð og/eða sett upp sem PDF:

Mun betri framsetning gagna

Gagnvirk gröf, raðanlegar töflur eftir áhugasviði lesenda, krosstengingar á efni og vísanir í staðla. Myndbönd og gagnvirk grafík getur komið til skila á einfaldan hátt einhverju sem erfitt væri að lýsa almennilega í orðum.

Sparnaður

Umbrot á efni, fyrir prentun eða PDF-skjöl, kostar ákveðið mikið fyrir hverja síðu; það þýðir að mögulega er efni sem annars ætti fullt erindi í skýrsluna, skorið niður til að spara. Ársskýrslum á netinu eru ekki sambærilegar skorður settar þar sem aðeins þarf að hanna hverja einingu einu sinni; hana má síðan nota á ótal vegu í gegnum alla skýrsluna.

Mun betri framsetning gagna

Gagnvirk gröf, raðanlegar töflur eftir áhugasviði lesenda, krosstengingar á efni og vísanir í staðla. Myndbönd og gagnvirk grafík getur komið til skila á einfaldan hátt einhverju sem erfitt væri að lýsa almennilega í orðum.

Sparnaður

Umbrot á efni, fyrir prentun eða PDF-skjöl, kostar ákveðið mikið fyrir hverja síðu; það þýðir að mögulega er efni sem annars ætti fullt erindi í skýrsluna, skorið niður til að spara. Ársskýrslum á netinu eru ekki sambærilegar skorður settar þar sem aðeins þarf að hanna hverja einingu einu sinni; hana má síðan nota á ótal vegu í gegnum alla skýrsluna.

Eitthvað fyrir alla

Með því að hafa ársskýrslur aðgengilegar á netinu ná fyrirtæki til mun stærri og fjölbreyttari markhóps en áður. Á þeim tíma þegar einungis var um prentaðar ársskýrslur að ræða var markhópurinn nær eingöngu hluthafar og fjárfestar. Með tilkomu ársskýrslna á netinu þá stækkar sá hópur til muna sem getur nýtt sér innihald þeirra á margvíslegan hátt; allt eftir þörfum og áhugasviði hvers og eins:

Hluthafar og fjárfestar

  • Tölulegar upplýsingar um fyrirtækið
  • Stjórnarhættir
  • Umhverfisstefna
  • Framtíðaráætlanir
  • Samfélagsleg ábyrgð

Fjölmiðla- og markaðsfólk

  • Upplýsingar úr ársskýrslum rata oft í fréttir
  • Betri framsetning gagna hjálpar fyrirtækjum að byggja upp jákvæða ímynd

Almenningur

  • Aðgengi að upplýsingum sem fólk annars ætti litla möguleika á að nálgast
  • Opnar tækifæri til jákvæðra samskipta á mannamáli
  • Hægt að tengja staka kafla eða greinar úr ársskýrslum við samfélagsmiðla
  • Efnið nýtist allan ársins hring og verður hluti af rafrænni ímynd fyrirtækisins

Aðferðafræði

Rafrænar ársskýrslur krefjast öðruvísi nálgunar á efnistök heldur en umbrotnar skýrslur til að nýta sem best þá mögulega sem netið býður upp á. Hugsa þarf fyrir því hvernig efnið skalast á mismunandi tækjum, allt frá stórum tölvuskjám niður í litla farsíma. Mikil og góð samvinna hönnuðar, forritara og ritstjórnar skilar sér yfirleitt í bestu niðurstöðunum.

Dæmi um ársskýrslur sem Overcast hefur unnið ásamt samstarfsaðilum

Icelandair Group

  • Mikið í lagt innanhússvinnu og hönnun
  • Ítarleg kynning á dótturfyrirtækjum og lykilstarfsfólki
  • Krydduð með áherslupunktum Heimsmarkmið og umhverfismál
  • Lesandi er leiddur vel í gegnum skýrsluna

Vínbúðin

  • Mikil áhersla lögð á að miðla gögnum um neysluhegðun og samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins
  • Krosstengingar við alla helstu staðla (GRI, ESG, SDG)
  • Mjög mikið af gögnum sem væri ekki eins áhugavert að skoða í töflum, en virkar mjög vel í gröfum

Birta lífeyrissjóður

  • Skýrslan notuð til að setja andlit á sjóðinn, með upplýsingum um starfsfólk og sjóðsfélaga
  • Litlar og margar síður
  • Mikið myndefni
  • Notandi leiddur áfram frá upphafi að enda

Orkuveita Reykjavíkur

  • Mikil áhersla á umhverfið
  • Haukur Snorrason ljósmyndari tók myndirnar sem prýða kaflana
  • Margir litlir kaflar, allir deilanlegir út á samfélagsmiðla
  • Tengingar við heimsmarkmið

Brim

  • Einföld séreining fyrir skip
  • Ársskýrsla og aðskilin samfélagsskýrsla
  • Árhersla lögð á stjórn og stjórnarhætti
  • Áhersla lögð á töluleg gögn


Er þitt fyrirtæki stafrænt?

Viltu taka skrefið með okkur inn í nútímann og nýta þér kosti stafrænna ársskýrlna?
Hafðu samband og vinnum þetta saman.